Sigrún  Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir

b. 1989

Sigrún Jónsdóttir (f. 1989) er tónskáld, hljóðfæraleikari, söngvari og pródúser. Sigrún hefur komið fram undir eigin nafni síðan 2016 og síðan þá gefið út 5 smáskífur: Hringsjá, Tog, Smitari, Onælan og Arfur, og nú nýverið breiðskífuna Monster Milk sem kom út í október 2024.

Tónsmíðar hennar þræða mörk hins akústíska hljóðheims og þess rafræna. Hún hefur tekið þátt í tónleikaröðum á borð við Hljóðön, Raflost og nú síðast Tíbrá. Nýlegasta tónsmíð hennar er verkið Ég fann rödd - Vókalísa fyrir Cauda Collective.

Sigrún er í grunninn hljóðfæraleikari en hún lagði stund á klarínettnám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og ryþmískt básúnunám í Tónlistarskóla FÍH. Þaðan lá leiðin í Listaháskóla Íslands þar sem hún nam tónsmíðar við nýmiðladeild skólans og útskrifaðist þaðan árið 2015. Sem hljóðfæraleikari hefur hún unnið með fjölda ólíkra tónlistarmanna og hljómsveita á borð við Sigur Rós, Björk, Florence and the Machine og Damon Albarn á tónleikaferðum þeirra um heiminn í gegnum árin.

  Sigrún Jónsdóttir (b. 1989) is a composer, performer, producer and multiinstrumentalist.

Since 2016, Sigrún has been writing and producing her own music and has released 5 EP’s; Hringsjá, Tog, Smitari, Onælan and Arfur, as well as her most recent critically acclaimed LP Monster Milk.

Her compositions often mix the acoustic and the digital, and she has participated in local concert series such as Hljóðön, Raflost and most recently Tíbrá. Her most recent work is the piece Ég fann rödd - Vókalísa for the ensemble Cauda Collective.

Sigrún’s background is found in classical clarinet studies as well as rhythmic
trombone performance, but her focus shifted when she joined the Iceland
Academy of the Arts, completing a Bachelor’s degree in composition and new
media. As an instrumentalist she has toured and collaborated with Björk, Sigur Rós, Florence and the Machine and Damon Albarn as part of their live show bands throughout various world tours.