
Árni Thorsteinson
b. 1870 , d. 1962
Árni Thorsteinson var tónskáld og ljósmyndari í Reykjavík.
Eftir stúdenstpróf frá Lærða skólanum árið 1890 hélt hann til lögfræðináms í Kaupmannahöfn. Þar sneri hann sér smám saman að tónlistinni auk þess sem hann lærði ljósmyndun, en lögfræðiáhuginn dofnaði.
Eftir heimkomuna 1897 stofnaði hann ljósmyndastpfu og starfrækti fram á ár fyrri heimsstyrjaldarinnar. Mikill hluti þeirra mannamynda sem hann tók á þessu tímabili komst síðar í vörslu Þjóðminjasafnsins
Árni tók virkan þátt í tónlistarlífi Reykjavíkur, enda söngmaður mikill. Söng hann m.a. með söngflokkunum Kátir piltar og 17.júní. Þekktastur varð hann þó fyrir tónsmíðar sínar. Um aldamótin tók hann til við að semja lög við kvæði ýmissa góðskálda og urðu mörg þeirra fljótt vinsæl, einkum eftir að þau fyrstu komu út á prenti árið 1907.
Árni kvæntist Helgu Einarsdóttur 15.september 1900 og áttu þau fjögur börn: Árna, Soffíu, Jóhönnu og Sigríði.
Tekið af Wikipedia